2.2.2007 | 13:00
búið að gera að mér
Það gæti verið að næstu færslur á þessum vetvangi verði eitthvað undarlegar. Ég fór nefnilega í aðgerð í gær, að láta spegla á mér liðþófana. Allt svosem gott og blessað um það að segja. Mætti kl níu, nývaknaður og var umsvifalaust svæfður aftur. velti fyrir mér, eftir að ég fékk kæruleysisprautuna, í fullri alvöru hvesvegna læknirinn hefði ekki bara komið heim þar sem ég var sfandi hvort sem var. Áttaði mig síðan og sagði sem betur fer ekki neitt. Þegar síðan svæfingarlæknirinn kom og spurði hvernig ég hefði það svaraði ég að bragði " jú hef það nokkuð fínt. þakka þér fyrir. Það eru svo helvíti fínar veitingar hér hjá ykkur" Áttaði mig síðan á því hvað ég hefði sagt, fannst eins og ég ætti að skammast mín, en gerði það ekki. Það er kannski þessvegna sem þetta er kölluð kæruleysisprauta.
Núna er ég semsagt uppdópaður grafarvogsbúi og finnst við hæfi að vara lesendur mína við því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú blanda kemur til með að leggjast í mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)