furðufiskar

Í vikunni var hleypt af stokkunum átaki til þess að fá landann til þess að borða meir fisk. Gott og blessað svosem og eflaust þarft verkefni, enda landið umvafið hafi. Mér finnst samt dáldið skrítið að við fáum aldrei að sjá marga af þessum fiskum sem veiðast í kringum landið. Loðnu hef ég til dæmis aldrei séð í fiskbúðinni og einu sinni þegar ég spurði um hvort það væri ekki hægt að fá eitthvað af þessari nýju fínu loðnu keypta í fiskbúðini horfði fisksalinn á mig flissandi, nokkuð viss um að einhversstaðar hlyti að vera falin myndavél. Þegar maður ferðast til annarra landa sem liggja að sjó ere allstaðar að finna í,  fiskbúðum eða fiskmörkuðum, allskonar skrítna litla fiska. Hér virðast menn bara vilja bjóða fólki stóru fiskana eins og ýsu og lúðu, skötusel og svoleiðis. Hvers vegna skildum við aldrei sjá neitt af þessu? Ef það er hægt að selja þetta dýrum dómum frosið til útlanda þá hjóta að vera einhverjir vitleysingar hér á landi sem vilja kaupa þetta. Eins með Kolmunna. Maður sér allskonar fréttir  um miklar veiðar á kolmunna, ég veit ekki einu sinni hvernig kolmunni lítur út, samt er ég í matarbransa.

Um leið og við fáÆum aldrei að sjá mikið af þeim fiski sem veiddur er hér við land þá eru menn að flytja inn allskonar fisk og fólk kaupir hann.

Æ það er svo margt sem ég skil ekki...

 

ATH nýjar myndir á myndasíðunni

 


mbl.is Loðnan veiðist nú fyrir nánast öllu Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband