3.12.2007 | 23:02
Í leit að jólaskapi
Í gær fórum við feðgar gangandi í bæinn. Hugmyndin var að verða vitni að því þegar kveikt yrði á Óslóartrénu, enda sameinast þar tvö helstu áhugamál drengsins. Tré og jós. Þegar við komum á Klambratún leyfði ég Kolbeini að ganga sjálfum. Ég ætlaði að leyfa honum að stjórna ferðinni og fara á sínum hraða yfir túnið undir styrkri leiðsögn minni. En þegar við vorum búnir að vera klukkutíma að fara u.þ.b. 50 metra fannst mér sniðugra að nota vagninn til að komast í bæinn samdægurs.
Vegna kulda náðum við ekki að sjá þegar það var kveikt á trénu og fórum í staðinn í Ikea með mömmu þar voru allir í jólaskapi...
En við sáum þó þetta:
Og þetta:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 00:37
Lítil viðbrögð...
Mér finnst dáldið leiðinlegt að það skuli enginn kommenta á þessa fallegu mynd af drengnum. Nú eða á það að ég skuli skrifa "ýmisegt" ,"kolbein" og "pabbin".
Kannski þarf ég að fara að auglýsa betur að það sé farið að draga til tíðinda á þessum vetvangi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)