Virka mótmæli?

Hvernig stendur á því að menn vilja alltaf eyðileggja það sem gott er? Finnst fólki algerlega nauðsynlegt að leggja veg í gegnum þennan frábæra stað? Alveg finnst mér ótrúlegt að bílaumferð skuli ganga fyrir öllu öðru hér á landi. Fólki finnst mikilvægara að geta verið tíu mínútum fljótari til Akureyrar en að hlúa að þeirri miklu menningarstarfsemi sem fer fram þarna í Álaosskvosinni. Þarna er meðal annars ásgarður þar sem Magnús mágur minn vinnur ásamt mörgu öðru góðu fólki og mikið og gott starf er unnið. Þó það væri ekki fyrir neina aðra ástæðu en að leyfa þeim að halda ótrauðir áfram sinni starfsemi væru það nóg rök fyrir því að leggja veginn annarsstaðar. Álafosshúsið hlýtur líka að hafa einhverskona menningarsögulegan tilgang fyrir utan íbúðabyggðina þarna og stúdíó SigurRósar.

Fyrir hvað á að fórna þessu? Fyrir korters styttingu á hringveginum. Er það þess virði? Nei hreint ekki! Fólki liggur ekki næstumþví svona mikið á að komast hringvegin! Hvað er svo næst? Hraðbraut í gegnum Almannagjá? það gæti hugsanlega stytt vegalengdina að þjónustumiðstöðinni.

 

 

 


mbl.is Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband