Góð hugmynd!

Í kjölfar þess að herinn fór frá keflavík stakk ég upp á nokkrum hugmyndum um nýtingu svæðisins sem hann var á. Engin þeirra hefu enn náð brautargengi og enn er verið að vandræðast með þetta þorp. Í ljósi þess að ríkið er að punga út 30-40 milljónum í hverjum mánuði til þess að viðhalda svæðinu finnst mér brýnt að finna einhver not fyrir það. Eins og fram hefur komið er þarna allt til alls. Barir, verslanir íbúðahúsnæði og meira að segja kirkja. Eitt stykki bær tilbúinn til innflutnings. Þarf kannski að mála en það er líklega allt og sumt.  

 En svo ég komi mér að lausn málsins þá er verið að stinga upp á því að gerð séu göng milli lands og Vestmannaneyja sem kosta fullt af peningum, einhverja tugi milljarða! Ég held að það væri mun farsælla, svo ég tali nú ekki um ódýrara að flytja vestmannaeyjabæ í heild sini á Keflavíkurflugvöll. Miklu mina mál. Það þyrfti hugsanlega að stækka höfnina í Keflavík aðeins til þess að geta tekið á móti flotanum frá eyjum en það er samt miklu hagkvæmara en að halda úti Vestmannaeyjum. Þar mætti svo útbúa partíeyju, svona eins og Ibiza, og hafa stöðuga þjóðhátíðarstemningu allt sumarið og svo lokað á veturna.

 

Ég sé ekki hvernig þetta getur klikkað. 


mbl.is Vel útbúinn draugabær til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband