Færsluflokkur: Bloggar

...

Hvernig fór maður eiginlega að því að senda jólakort fyrir tíma veraldarvefjarins...?

Smá nöldur...

Í dag fór ég bæði í kringluna OG í smáralind sem á einum degi ætti að vera nóg til þess að æra óstöðugan. Miðað við að hafa sloppið nokkuð óskaddaður má reikna með að ástand mitt sé stöðugt. Það tókst nú samt næstum því að æra mig, a.m.k. gera mig óstöðugan þegar ég fór í skífuna í kringlunni. Þar er mikið úrval af bíómyndum, tölvuleikjum og tónlist. Fyrst og fremst þó tónlist. Ég var dálitla stund að ráfa um búðina að skoða geisladiskahulstur til að sjá hvað væri til og ætlaði síðan að hlusta á eitthvað af þeim nýju plötum sem eru komnar út til þess að vita hvort það væri góð tónlist á þeim. En neeei, í tónlistarversluninni skífunni er hvergi hægt að hlusta á þá tónlist sem er til sölu í búðinni. Mér fannst þetta frekar undarlegt og hélt að mér hlyti að hafa yfirsést en starfsmaður sem ég spurði staðfesti þetta við mig og sagði að það væri svo mikið að gera í desember að það væri ekki hægt... Þetta afinnst mér afar skrítnir viðskiptahættir.. Annars voru bakaðar og málaðar piparkökur hér í Mávahliðinni í gær. Hér eru myndir sem sanna það...baka

 

IMG_4328

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4333

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4351

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4353

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4357

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4364

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4365


Gárungarnir...

Mér finnast fyndir gárungarnir sem í kjölfarið á umræðum um að finna kynlaust nafn á ráðherra, fóru að velta fyrir sér hvort það þyrfti þá ekki að finna eitthvað betra yfir þingsköp.


Í leit að jólaskapi

Í gær fórum við feðgar gangandi í bæinn. Hugmyndin var að verða vitni að því þegar kveikt yrði á Óslóartrénu, enda sameinast þar tvö helstu áhugamál drengsins. Tré og jós.  Þegar við komum á Klambratún leyfði ég Kolbeini að ganga sjálfum. Ég ætlaði að leyfa honum að stjórna ferðinni og fara á sínum hraða yfir túnið undir styrkri leiðsögn minni. En þegar við vorum búnir að vera klukkutíma að fara u.þ.b. 50 metra fannst mér sniðugra að nota vagninn til að komast í bæinn samdægurs.

Á klambratúni

Vegna kulda náðum við ekki að sjá þegar það var kveikt á trénu og fórum í staðinn í Ikea með mömmu þar voru allir í jólaskapi...

 En við sáum þó þetta:

 

Og þetta:

 


Lítil viðbrögð...

Mér finnst dáldið leiðinlegt að það skuli enginn kommenta á þessa fallegu mynd af drengnum. Nú eða á það að ég skuli skrifa "ýmisegt" ,"kolbein" og "pabbin".

Kannski þarf ég að fara að auglýsa betur að það sé farið að draga til tíðinda á þessum vetvangi...


nóg að gera

 

Það er ýmisegt sem hægt er að dunda sér þótt maður sé veikur heima, Kolbein var í þessu meðan pabbin var að dunda í eldhúsinu 


Stór dagur í lífi barns!

Það er eins gott að það var byrjað aftur að skrá atburði á þessa síðu fyrir skömmu. gott vegna þess að það hefði verið fullstór biti að kingja eftir svona langa þögn það sem er að frétta í dag.

Sko, Þannig er að í dag kom ég snemma heim úr vinnunni til að hjúkra litla manninum á heimilinu þvi hann er búinn að vera með kvefpest og hita. Við erum búinir að vera bara að dunda okkur við eitt og annað sem til fellur. Kubba, lesa bókina um stóra fuglinn sem er að reyna að veiða hænuungana, láta bangsana sitja á þröskuldinum á svalirnar. Svo þegar við vorum búnir að borða kvöldverð sat ég og horfði á fréttir og Kolbeinn var að vesenast eitthvað. Hann þurfti að sækja allar bækurnar inn í herbergi og koma með þær til mín inn í stofu, sem maður skilur svosem. Síðan varð allt hljótt, grunsamlega hljótt. Ég náttúrulega bjó mig undir það versta og var viss um að hann væri að fást við eitthvað annaðhvort mjög hættulegt eða mjög bannnað og kallaði á hann. Ennþá mjög hávær þögn úr hinum enda hússins. Þá ákvað ég að gá að kauða og bjóst við að sjá hann vera að sjúga pönnukökusýróp beint úr brúsanum eða eitthvað í líkingu við það. En viti menn, Kolbeinn Skúli var kominn upp í okkar rúm með snuð og Magga mjúka og steinsofnaður! Aleinn!

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Í aðra röndina er ég pínu móðgaður að hann skildi ekkert ræða það neitt við mig að hann væri orðinn þreyttur eins og hann gerir venjulega en á hinnn bóginn er ég mjög ánægður með hann að fara bara sjálfur upp í og hvíla sig þega hann er þreyttur.

Fyrir nú utan að hann burstaði ekki í sér tennurnar áður en han fór að sofa!


Myndir

Já gott fólk, nú er aldeilis skammt stórra högga á milli. Það er bara bloggað á hverjum degi nú til dags.

Nú hafa verið settar nýjar myndir í nýtt albúm hér til hliðar.  Bæði af okkur í Berlín og af Kolbeini í Reykjavík.

Hér eru nokkur sýnishorn:

d 010

d 013

d 017


Kannski kominn tími á fréttir

Þrír mánuðir er kannski dáldið langt hlé og ég býst við að jafnvel dyggustu lesendur séu löngu hættir að kíkja við á þessa síðu, en ég ætla nú samt að setja hér nokkrar línur á skjá þrátt fyrir að það sjái það vafalaust fáir.

Af kolbeini er það að frétta að hann plumar sig afar vel á leikskólanum. Er meira að segja að detta í elsta hópinn þar, enda orðinn 16 mánaða gamall! Í gær þegar ég sótti hann sagði Svafa (sem er deildarstjórinn á Álfalandi, deildinni hans Kolbeins) að það væri að koma í ljós að hann hefði mikið skap. Hún bannaði honum víst að taka dót af öðru barni og hann bilaðist. Hún sagði að það hefði tekið hana langan tím að fá hann til að hætta að grenja. Hann á það til að taka svona risour heima líka það er sérstaklega þegar við bönnum honum að gramsa í skápnum þar sem við geymum geisladiskana. Þá er eins og hann fái einhverskonar þráhyggju og verði að fá að gramsa í honum. Þetta er allt saman dáldið fyrndið og við eigum bágt með að halda í okkur hlátrinum en reynum þó, því þetta er hoonum mikið hjartans mál og ekki fallegt að gera grín að því.
Hann er líka farinn að geta tjáð sig nokkuð vel. A.m.k. látið vita hvað hann vill og hvað hann vill ekki. Svo eru nokkur orð sem hann kann. Reyndar skilur þau enginn nema við foreldrarnir. Hér koma þau helstu rituð eins og þau hljóma, með skýringum:

aúwah=húfa
ljljlsói=Ljósið
trrrrr=tré, blóm
baba=pabbi
bababa=fugl
baba=svafa (leikskólakennari)
mama=mamma
tsssss=kisa, bangsi, tígrisdýr, krókódíll, mús
pnnna=opna

Þetta er nú ekki allur orðaforðinn það er ansi margt líka sem tengist mat, en það er yfirleitt meiri nautnahljóð og því erfitt að koma því í orð svo vel sé.

Af okkur hinum er nú ekki mikið nýtt, þannig. Við fengum loksins þörfina til að fara að ftaka aftur til hendinnni á heimili voru og það voru boruð nokkur göt í veggi og loft og allskonar dót hengt upp. Við þurfum líka að fara að fá gardínur í stofurnar því eftir að laufin duttu af trjáum horfa nágrannarnir beint inn til okkar. Ekki að við höfum mikið að fela en það er kannski óþarfi að vera beinlínis með sýningu á heimilislífinu. Við sruppum líka til Berlínar á dögunum, bara fullorðna fólkið á heimilinu sem var hreint framúrskarandi. Dáldið skrítið að hafa engan Kolbein með en bara nokkuð gott líka. Hann var hjá Afa sínum og Ömmu í grafarvoginum á meðan og ég býst við að hann hafi svosem ekki liðið mikinn skort þar.

Þá held ég að þetta sé orðið ágætt í bili.

Lifið heil!


Fyrstu skrefin

Þá er Kolbeinn farinn að ganga. Hann tók reyndar fyrstu skrefin sín daginn sem við héldum upp á afmælið hanns (27.7) þau voru nú samt bara tvö þannig að það telst ekki alveg með. Síðan er hann búinn að vera að smá bæta við sig í skrefafjölda og fara sífellt lengri leiðir milli hluta 3 og alveg upp í sjö skref. Mjög ánægður með sjálfan sig. Svo núna í morgun þar semég sat við eldhúsborðiði með serósið mitt. Kemur alltíeinu gangandi lítill náungi þvert yfir eldhúsið og gengur alla leiðina fram í hol. Þá sá hann reyndar eitthvað spennandi og þurfti að droppa á hnén til þess að komast hraðar yfir. Þetta er vafalaust lang lengsti spölur sem genginn hefur verið á þessum litlu fótum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband