Færsluflokkur: Bloggar

Sól

Sól úti
Sól inni
Sól í sinni

Enginn þríkantur hér...

Enn eitt snilldarverkið frá þessum mikla tónlistarmanni hefur litið dagsins ljós. Njótið...!

Ennþá allir hressir

Kolbeinn skúli útskrifaðist af smábarnaleikskólanum núna á föstudaginn var og byrjar á nýjum núna á mánudaginn. Nýji leikskólinn heitir sólbakki og er í göngufæri frá Mávahlíðinni. Okkur finnst þetta vera risastórt skref í lífi barnsins og vorum að velta fyrir okkur að hafa risastóra útskriftarveislu, en hættum við á seinustu stundu.

 Annars held ég að þjóðin sé að tapa sétr í júró- brjálæði. Í vinnunni hjá mér eru ALLIR með það á hreinu að Ísland vinni. ég man ekki eftir svona hæpi síðan Gleðibankinn kom sá og sigraði ekki


Svona á að gera þetta...

Já það verður nú ekki frá honum tekið honum Stefáni að hann kann að smakka vín fyrir framan myndavél. Þess má geta fyrir áhugasama að það er hægt að kaupa DVD í fullri lengd með Stefáni að smakka það njótið...!

Ómyndarskapur

Glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir því að hér hafa ekki birtst myndir um nokkurt skeið. Aðalástæðan fyrir því er sú að litli maðurinn á heimilinu hélt að myndavélin væri bolti og ákvað að gá hvort hún skoppaði ekki. Hún gerði það ekki... Þessi litla tilraun litla mannsins varð til þess að nú er engin myndavél á heimilinu og þessvegna engar myndir birtar. Þessi færsla er hér til þess að þegar barnið er orðið fullorðið og fer að skoða heimildir um sjálft sig meðan það var enn barn. Er að finna útskýringu á þvi hvers vegna það er gat í myndaheimildum.

---------

Að öðru:
Ég er að horfa á áhugaverða mynd um konuna sem stofnaði dýraverndunnarsamtökin PETA, samtaka sem hafa látið ýmislegt gott af sér leiða og orðið til þess að fólk trítar dýr víða betur en ella hefði verið gert. Það er þó eitt sem ég næ ekki við þetta allt saman. Þau segja að það eigi ekki að éta önnur dýr og ekki að slátra dýrum til þess að borða. Á sama tíma ferðast þau um og skoða hvort hundar í hverfinu séu vannærðir og skamma eigendurna fyrir að gefa hundunum sínum ekki almennilega að éta. Og þá spyr ég: Úr hverju er hundamatur gerður? Er hann ekki gerður að miklu leiti úr allskonar kjöti? Er eðlilegra að slátra öðrum dýrum til þess að hundar fái almennilega að éta en fólk á ekki að éta dýr. Þarna finnst mér vera smá konflikt... En kannski er ég ekki að skilja þetta.

Lifið heil


Er þetta ekki djók

Já nú get ég ekki orða undist mikið lengur. Ég er nú reyndar búinn að hafa þau bundin dáldið lengi en hér tekur steininn úr og eins og ég sagði get ég ekki annað en skipt mér af þessu.

 Eins og stendur í fréttinni eru komnir franskir hermenn á svaka fínum þotum til að passa okkur. Þeir ætla ða passa okkur fram í júní og síðan ætla Nató löndin að skiptast á að koma og passa íslenska lofthelgi fjórum sinnum á ári í þrjár til fjórar vikur í senn. Og fyrir þetta borgum við, ísleska ríkið 200 milljónir, eða var það miljarða, man það ekki en finns nóg að þa kosti 200 milljónir til að mér sé nóg um. Og ég spyr: Hverskonar eiginlega hálfvitaskapur er þetta? ef einhver ætlar í alvörunni að ráðast á Ísland þá hlýtur viðkomandi frekar að velja sér tíma þegar engar herflugvélar eru að flögra um og leita að óvinum. Ef ég, t.d. ætlaði að koma á flugvél og ráðst á ísland þá myndi ég bara fresta því þangað til um miðjan júní og fá þá nga mótspyrnu.

Þvílík peningasóun og vitleysa


mbl.is Sjónarspil í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósvellingar í TV

Það eru ennþá / aftur allri veikir hér. þetta er vissulega farið að verða frekar þreytandi.

En til þes að hressa mannskapinn er hér hlekkur á ísland í dag sem var í kvöld. Spólið hratt að mínútu 17. Ég er nú bara nokkuð ánægður með þetta, þótt ég segi sjálfur frá. En hér er þetta:

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=51284180-fa5c-40cd-83df-4a6d49f2f718


Pestabælið í Mávahlíð

Það virðist ekkert lát ætla að vera á lasleika og veikindum ljósvellinga. Kolbeinn er búinn að fara sínu verst út úr þessu en hann er meira og minna búinn að vera lesinn í 6 vikur. Með nokkra daga í lagi inn á milli. Við foreldrarnir eru líka búin að fá okkar skammt og hingað til hefur Inga komið verr út úr þessu en ég. En nú toppa ég þennan mikla flensufaraldur með því að fá strepptókokkasýkingu í hálsinn. Ég vona bara að það verði til þess að binda enda á, slá botninn í, ljúka þessum leiðinda veikindum það eru allir á heimilinu orðnir frekar pirraðir á hverjum öðrum Kolbeinn að rifna úr frekju því meðan hann er lasinn greyið,  er ýmislegt látið eftir honum en svo skilur hann ekkert í því þegar honum eru bannaðir sömu hlutir í dag. Hann bregst við því með því að öskra og grenja og kasta sér í gólfið. 

Nú þarf þessu að fara að linna svo við getum haldið áfram að vera glöð og hamingjusöm fjölskylda...

 

Til gamans er hér að lokum mynd af strepptókokki:

strepptococcus


Ferðalag

Við fórum til Tenerife í seinustu viku og vorum í viku, fínn staður til að vera á. Sérstaklega ef maður hefur vit á að fara aðeins út fyrir strandbæina. Það er tiltölulega stutt að fara til að finna bæi með lífi venjulegs fólks og það tekur rúman klukkutíma að keyra næstum alla leið upp á hæsta fjall spánar. Mæli með Tenerife.

Það er komið nýtt myndaalbúm merkt með myndum þaðan. hér er uppáhaldsmyndin mín:


F&F

Í dag byrjar food and fun...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband