17.2.2008 | 20:38
Laugardagur í Mávahlíð
Eftir að hafa tekið til, ryksugað og þurrkað af hefst litla fjölskyldan handa við að útbúa indverskan pottrétt milli þess sem sá stutti er huggaður og honum snýtt. Von er á gestum að vestan og von til þess að þeir komi klyfjaðir rækjum og allskonar fíneríis gúmmilaði. Eftir að hafa snætt kvölverð og yfir honum rætt landsins gagn og nauðsynjar ásamt málegnum líðandi stundar, eru tveir sendir vestur til síns heima og sá þriðji rífur allar bækur úr bókahillum. á meðan gestir og húsfrúin raða aftur bókum upp í hillur, eftir mjög ströngu kerfi, situr húsbóndinn, sötrar rauðvín og les í bók við kertaljós og ljúfa tóna frá Lou Reed og Sigurrós.
Þannig var það nú í baðstofunni í Mávahlíðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2008 | 14:05
Vor?
Ég held svei mér þá að það sé að koma vor. Það er orðið bjart langt fram á kvöld og svo rignir stöðugt.
Það hlýtur að fara að rjátlast af manni skammdegisþunglyndið. ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 09:38
þetta er fyndið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 20:47
Öskudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2008 | 13:34
Óleðli
Skrítið að öllum skuli ekki finnast þetta jafn eðlilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 17:11
Nohh!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2008 | 12:19
Betri á dönsku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2008 | 23:26
Bagdad café
Núna er á dagskrá á RUV tímamótamyndin Bagdad Café sem ég og þeir sem voru í kringum mig á þeim tíma orfðum á aftur og aftur. framúrskarandi falleg mynd. dagskrárstjri sjónvarpsins hefur hins vegar tekið þá vafasömu ákvörðun að kaupa og sýna myndina döbbaða á þýsku...!
Hverskonar eiginlega hálfvitaskapur er það? Myndin gerist á bandarískum "diner" þar sem allar persónur eru amerískar nema ein.
Þetta eru verulega mikil vonbrigði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 19:05
Grín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2008 | 15:54
Margt er skrítið í kýrhausnum
í gær kom inn um lúguna hjá okkur, ásamt öðrum ruslpósti, blað frá Heilsuhúsinu. Ég greip það með mér á klósettið svona til að hafa eitthvað að gera meðan ég sæti þar. þar rakst ég á eftirfarandi:
Neti pot minnir helst á fallega sósukönnu eða töfralampa en er fullkomin
hönnun þegar kemur að því að skola á sér nefgöngin. Þeir sem hafa vanist
notkun hans geta ekki hugsað sér tilveruna án hans og nota hann jafnvel daglega.
Aðrir ganga enn lengra og eiga einn heima hjá sér og annan til sem þeir nota á
ferðalögum, en bæði Neti Pot til heimbrúks og ferðlaga fást í Heilsuhúsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)