Fyrstu skrefin

Þá er Kolbeinn farinn að ganga. Hann tók reyndar fyrstu skrefin sín daginn sem við héldum upp á afmælið hanns (27.7) þau voru nú samt bara tvö þannig að það telst ekki alveg með. Síðan er hann búinn að vera að smá bæta við sig í skrefafjölda og fara sífellt lengri leiðir milli hluta 3 og alveg upp í sjö skref. Mjög ánægður með sjálfan sig. Svo núna í morgun þar semég sat við eldhúsborðiði með serósið mitt. Kemur alltíeinu gangandi lítill náungi þvert yfir eldhúsið og gengur alla leiðina fram í hol. Þá sá hann reyndar eitthvað spennandi og þurfti að droppa á hnén til þess að komast hraðar yfir. Þetta er vafalaust lang lengsti spölur sem genginn hefur verið á þessum litlu fótum.

Allir hressir?

Það er dáldið fyndið að hlusta á útvarpið (Rás 2) um verslunnarmannahelgi. það eru allir svo hressir og allt á að vera svo frábærlega skemmtilegt. Allt liðið sem vinnur á Rás 2 er á aukavakt um allt land og keppast við að vera sem sniðugastir og umframallt hressir. Reyndar er smá undantekning á hrssleikanum þegar það kemur að umferðarfréttum. Þá setur fólk sig í hátíðlegar stellingar og býsnast yfir þeim sem keyra of hratt og minna alla á að nota belti og muna að aka varlega með fellihýsið sitt.

Mér finnst þetta þó alltaf vera dáldið gerfilegt allt saman. Í fyrsta lagi er enginn svona hress heila helgi og Þessi umþóttunnartónn þegar kemur að umferð fer líka nett í taugarnar á mér. Ég er nánast viss um að þeim er drullusama um það hvort fólk keyrir hratt eða ekki, finnst líklega að það fylgi því ábyrgð að hvetja til svona mikils hressleika allan liðlangan daginn og það þurfi að vega upp á móti því.

 Maður veit þó aldrei, kannki er ég bara svona skeptískur og fúll.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband