28.7.2007 | 22:00
Fyrsta afmælisveislan í myndum
Það var boðið upp á þjóðlegt kökuhlaðborð
Bræður orðnir leiðir á að bíða eftir að gestirnir komi
Það komu bara strákar í afmælið
Og Kolbeinn var alveg til í að lána þeim nýja dótið sitt
Andri klæddi sig eftir veðri, enda veðrið eins og á Hawai
Eftir smá hjálp getur maður vel opnað pakkana sjálfur
Það kemur nú ekki mikil birta af einu kerti...
Kolbeini fanst MJÖG gaman í afmælinu sínu
Hér er loks hópmynd af afmælisgestum. Það tókst ekki að fá þá alla til að sitja í einu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 00:09
Myndir fyrir ykkur
Nú eru komnar nokkrar myndir í albúm sem heitir því viðeigandi nafni júlí. Þar er stiklað á stóru í ferðamynstri fjölskyldunnar.
Í seinustu viku Fórum við semsagt einn hring í kringum landið Hann var svona, í stórum dráttum:
Dagur 1. Reykjavík-Borgarnes-Brú-Hólmavík-Selárdalur
Dagur 2. Dvalið í selárdal við veiðar
Dagur 3. Selárdalur-Hólmavík-Brú-Sturluhóll í Refasveit
Dagur 4. Sturluhóll-Skagaströnd-Sauðárkrókur-Akureyri
Dagur 5. Akureyri-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Seyðisfjörður
Dagur 6. Seyðisfjörður-Djúpivogur-Höfn-Öræfasveit
Dagur 6. Öræfasveit-Vík-skógar-Seæjarlandsfoss-Reykjavík
Dagur 7. Aftur til vinnu
Meiningin var nú reyndar að hafa ferðasöguna aðeins líflegri en mynd segir meira en þusund orð og það hlýtur að vera nokkuð líflegt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 00:25
Fyrsti afmælisdagurinn!
Í dag var fyrsti Afmælisdagurinn hanns Kolbeins. Við höfðum heyrt af því að það væri vinsælt á stórafmælum og steggja/gæsa partýum að fara í óvissuferðir. Við ákváðum því að vera "að heiman" í dag og fórum með Kolbein óvissuferð. Hér má sjá afmælisdaginn í myndum. Ætlunin er svo að blása til kökuboðs á laugardag.
ELSKU KOLBEINN SKÚLI, TIL HAMINGJU MEÐ AMMARANN!!!
Með langömmu sinni á hennar afmæli, hún varð 85 ára degi á undan Kolbeins fyrsta.
Á Hofi í Öræfasveit
Við síðasta bæin í dalnum
Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Vík í Mýrdal
Skógarfoss
Seljarlandsfoss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 21:50
Faraldsmargfætlur
Nú skal ekinn hringvegur með stoppi í Steingrímsfirði, refasveit, Akureyri, Seyðisfirði, Hornafirði, vík (eða skógum). Brottför um hádegi á morgun.
Af Snæfellsnesi var allt gott, vissum hápunkti var náð í grillmennsku þegar pönnukökur voru bakaðar á útigrilli. Fyrr í sumar náðist annað hámark þegar egg, beikon og ristaðar beyglur komu af grillinu. nú er bara að reyna að finna e-ð annað nýtt sem ekki hefur verið grillað áður.
Okkur bráðvantar svona farangursbox til að setja á toppinn á bílnum, skilst að það gangi undir nafninu tengdamömmubox. Ekki það að við ætlum að taka tengdamömmur með okkur, nei nei, þær koma hvorugar með en það fylgir okkur bara svo mikið af dóti. Málið er að við tímum ekki að kaupa það fyrir 35-50 þúsundkall sitjum frekar undir öllu draslinu. Ef það er einhver sem les þetta og á svona box sem hann er til í að lána okkur, nú eða gefa. þá er bara að hafa samband og við komum og sækjum með bros á vör. Værum svosem alveg til í að borga e-ð smá fyrir það....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.7.2007 | 22:45
Fyrirheitna landið
Um helgina förum við í enn eitt ferðalagið, ætlunin er að fara aftur á snæfellsnes eins og um daginn en núna ætla ég að vera í fríi með restinni af familíunni. Steinarr ætlar þó ekki með okkur því hann fer með mömmu sinni og hennar fjölskyldu í aðra útilegu. Stefnan er tekin á afslapp og hugsanlega einhverja veiði ef tími gefst til vegna afslappelsis.
Mögulega getum við rétt Búðingum hjálparhönd við að leysa gátuna um dulafulla gestabókarhvarfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2007 | 15:33
Frjó
Nú er kominn tími hinna hræðilegu og stórhættulegu frjóa. Ég geng um sjúgandi upp í nefið og hnerrandi með bólgin augu og hás. Þetta er vægast sagt pirrandi ástand og ég vona að þessu linni sem allra allra fyrst.
Ég verð samt alltaf jafn hissa þegar þetta kemur upp á meðan það kemur Ingu ekkert á óvart, þó á hún ekki við þetta vandamála að stríða...
Aaaaatjúú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 19:42
Helgin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 21:01
Þrítugsammarinn var í gær
Í gær átti Inga mín 30 ára afmæli og af því tilefni var haldin veisla. því miður gleymdist að taka upp myndavélina fyrr en alveg í restina, þó eru hér nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.7.2007 | 16:07
Mættur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2007 | 12:26
Staðarsveit
Við skruppum vestur á snæfellsnes í senustu viku. Pétur kokkur bað mig um að koma að aðstoða sig í nokkra daga og fyrst við gátum fengið lánaðan lítinn bústað í Staðarsveit, gerðum við fjölskylduferð úr þessu. Ég var reyndar að vinna nánast allan tímann en þau hin höfðu það gott í frábæru veðri.
hér eru nokkrar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)