24.2.2007 | 09:19
Þessi kann að bjarga sér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.2.2007 | 16:12
Ferðalag
Farin á Búðir í tilefni konudags!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 17:11
furðufiskar
Í vikunni var hleypt af stokkunum átaki til þess að fá landann til þess að borða meir fisk. Gott og blessað svosem og eflaust þarft verkefni, enda landið umvafið hafi. Mér finnst samt dáldið skrítið að við fáum aldrei að sjá marga af þessum fiskum sem veiðast í kringum landið. Loðnu hef ég til dæmis aldrei séð í fiskbúðinni og einu sinni þegar ég spurði um hvort það væri ekki hægt að fá eitthvað af þessari nýju fínu loðnu keypta í fiskbúðini horfði fisksalinn á mig flissandi, nokkuð viss um að einhversstaðar hlyti að vera falin myndavél. Þegar maður ferðast til annarra landa sem liggja að sjó ere allstaðar að finna í, fiskbúðum eða fiskmörkuðum, allskonar skrítna litla fiska. Hér virðast menn bara vilja bjóða fólki stóru fiskana eins og ýsu og lúðu, skötusel og svoleiðis. Hvers vegna skildum við aldrei sjá neitt af þessu? Ef það er hægt að selja þetta dýrum dómum frosið til útlanda þá hjóta að vera einhverjir vitleysingar hér á landi sem vilja kaupa þetta. Eins með Kolmunna. Maður sér allskonar fréttir um miklar veiðar á kolmunna, ég veit ekki einu sinni hvernig kolmunni lítur út, samt er ég í matarbransa.
Um leið og við fáÆum aldrei að sjá mikið af þeim fiski sem veiddur er hér við land þá eru menn að flytja inn allskonar fisk og fólk kaupir hann.
Æ það er svo margt sem ég skil ekki...
ATH nýjar myndir á myndasíðunni
![]() |
Loðnan veiðist nú fyrir nánast öllu Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 11:31
Bæjarstjóri eltir forstjóra Alcan í einu og öllu
Áfram heldur þessi skrípaleikur í Hafnarfirði.ég las Blaðinu í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi ráðið Capacent Gallup til þess að sinna kynningarmálum í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi ef Alcan væri ekki líka með sama fyrirtæki á sínum snærum til að sinna kynningarmálum fyrir sig í aðdraganda kosninga um stækkun álvers í Straumsvík. Ætli það séu engar líkur til þess að hagmunir skarist eitthvað við þetta? Eða er þetta bara enn ein vísbending um það að bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á mála hjá Alcan og gerr allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa þeim i sínum málflutningi. Kannski segir þessi mynd eitthvað um hver það er sem raunverulega sér um að stýra því hvert ferðinni er heitið í Hafnarfirði og nágrenni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2007 | 15:53
Sko, tennur!
Ég var búinn að skrifa langa færslu um allt milli himins og jaðar sem ég, fyrir klaufaskap eyddi út. Það var svosem ekkert merkilegt, þannig, bara fréttir sem allir vita.
Í staðinn birti ég hér mynd af Tönnunum hanns Kolbeins Skúla. Það þarf líklega að stækka myndina og súmma inn til að sjá þær, en þær eru...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 13:00
búið að gera að mér
Það gæti verið að næstu færslur á þessum vetvangi verði eitthvað undarlegar. Ég fór nefnilega í aðgerð í gær, að láta spegla á mér liðþófana. Allt svosem gott og blessað um það að segja. Mætti kl níu, nývaknaður og var umsvifalaust svæfður aftur. velti fyrir mér, eftir að ég fékk kæruleysisprautuna, í fullri alvöru hvesvegna læknirinn hefði ekki bara komið heim þar sem ég var sfandi hvort sem var. Áttaði mig síðan og sagði sem betur fer ekki neitt. Þegar síðan svæfingarlæknirinn kom og spurði hvernig ég hefði það svaraði ég að bragði " jú hef það nokkuð fínt. þakka þér fyrir. Það eru svo helvíti fínar veitingar hér hjá ykkur" Áttaði mig síðan á því hvað ég hefði sagt, fannst eins og ég ætti að skammast mín, en gerði það ekki. Það er kannski þessvegna sem þetta er kölluð kæruleysisprauta.
Núna er ég semsagt uppdópaður grafarvogsbúi og finnst við hæfi að vara lesendur mína við því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú blanda kemur til með að leggjast í mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)