27.12.2007 | 14:20
Graffari á heimilinu
Einn af okkar heimilisfólki er alræmdur graffiti listamaður. í gær meðan við sátum í rólegheitum við lestur og annarskonar dund, læddist sá minnsti afsíðis, náði sér í tússpenna og skreytti þrjá veggi og tvær hurðir. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort eitthvað af þessu er svokallað "tag" eða hvort hreinlega er um að ræða nýja tegund af abstrakt graffiti. Hvort sem er þá er ljóst að vel hefur verið vandað til verks.
Hér má sjá hluta listaverksins:
Og hér annan hluta:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2007 | 23:28
Jól í Mávahlíð
Við óskum ölllum gleðiegra jóla. Hér eru nokrar myndir af okkur á jóladag
nývaknað jólabarn
jólabarn í stofuglugga
úti í skafrennningi...
Þetta var ekkert grín með skafrenninginn...!
Á heimleið með fjögur egg í fötu
Fjórar eplakinnar
Að moka tröppurnar
Snæmundur snjódvergur nokkuð hress...
Litli trommuleikarinn... Og söngvarinn
Hendin á mér með jólatré í bakgrunni. Sjáið þið eitthvað öðruvísi en venjulega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2007 | 18:56
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 22:59
Smá nöldur...
Í dag fór ég bæði í kringluna OG í smáralind sem á einum degi ætti að vera nóg til þess að æra óstöðugan. Miðað við að hafa sloppið nokkuð óskaddaður má reikna með að ástand mitt sé stöðugt. Það tókst nú samt næstum því að æra mig, a.m.k. gera mig óstöðugan þegar ég fór í skífuna í kringlunni. Þar er mikið úrval af bíómyndum, tölvuleikjum og tónlist. Fyrst og fremst þó tónlist. Ég var dálitla stund að ráfa um búðina að skoða geisladiskahulstur til að sjá hvað væri til og ætlaði síðan að hlusta á eitthvað af þeim nýju plötum sem eru komnar út til þess að vita hvort það væri góð tónlist á þeim. En neeei, í tónlistarversluninni skífunni er hvergi hægt að hlusta á þá tónlist sem er til sölu í búðinni. Mér fannst þetta frekar undarlegt og hélt að mér hlyti að hafa yfirsést en starfsmaður sem ég spurði staðfesti þetta við mig og sagði að það væri svo mikið að gera í desember að það væri ekki hægt... Þetta afinnst mér afar skrítnir viðskiptahættir.. Annars voru bakaðar og málaðar piparkökur hér í Mávahliðinni í gær. Hér eru myndir sem sanna það...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 17:03
Gárungarnir...
Mér finnast fyndir gárungarnir sem í kjölfarið á umræðum um að finna kynlaust nafn á ráðherra, fóru að velta fyrir sér hvort það þyrfti þá ekki að finna eitthvað betra yfir þingsköp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 23:02
Í leit að jólaskapi
Í gær fórum við feðgar gangandi í bæinn. Hugmyndin var að verða vitni að því þegar kveikt yrði á Óslóartrénu, enda sameinast þar tvö helstu áhugamál drengsins. Tré og jós. Þegar við komum á Klambratún leyfði ég Kolbeini að ganga sjálfum. Ég ætlaði að leyfa honum að stjórna ferðinni og fara á sínum hraða yfir túnið undir styrkri leiðsögn minni. En þegar við vorum búnir að vera klukkutíma að fara u.þ.b. 50 metra fannst mér sniðugra að nota vagninn til að komast í bæinn samdægurs.
Vegna kulda náðum við ekki að sjá þegar það var kveikt á trénu og fórum í staðinn í Ikea með mömmu þar voru allir í jólaskapi...
En við sáum þó þetta:
Og þetta:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 00:37
Lítil viðbrögð...
Mér finnst dáldið leiðinlegt að það skuli enginn kommenta á þessa fallegu mynd af drengnum. Nú eða á það að ég skuli skrifa "ýmisegt" ,"kolbein" og "pabbin".
Kannski þarf ég að fara að auglýsa betur að það sé farið að draga til tíðinda á þessum vetvangi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)