28.1.2008 | 19:05
Grín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2008 | 15:54
Margt er skrítið í kýrhausnum
í gær kom inn um lúguna hjá okkur, ásamt öðrum ruslpósti, blað frá Heilsuhúsinu. Ég greip það með mér á klósettið svona til að hafa eitthvað að gera meðan ég sæti þar. þar rakst ég á eftirfarandi:

Neti pot minnir helst á fallega sósukönnu eða töfralampa en er fullkomin
hönnun þegar kemur að því að skola á sér nefgöngin. Þeir sem hafa vanist
notkun hans geta ekki hugsað sér tilveruna án hans og nota hann jafnvel daglega.
Aðrir ganga enn lengra og eiga einn heima hjá sér og annan til sem þeir nota á
ferðalögum, en bæði Neti Pot til heimbrúks og ferðlaga fást í Heilsuhúsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2008 | 22:05
Ólafur F(isher) Magnússon
Ætli borgarstjórataflið tengist andláti Bobby Fisher? Ætli skák- andi Bobbys hafi tekið sér bólfestu í Villa eða Óla og þeir hreinlega ráði ekki við sig. Verði að koma með einhverja leiki í hinni pólitísku skák. Eru kannski veikindi Ólafs fólgin í því að hann heldur að hann sé Bobby Fisher.
Þetta er eina ástæðan sem mér dettur í hug sem gæti útskýrt þetta furðulega mál.
Annars getur fólk skráð sig hér ef það hefur eitthvað um málið að athuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 13:08
Pestarbæli
Það er búið að vera frekar súrt ástandið í Mávahlíðinni um helgina. Við áttum öll helgarfrí og ætluðum að notfæra okkur það til að gera eitthvað skemmtilegt saman, fjjölskyldan. Vera úti í snjónum eða eitthvað sniðugt. Okkur hefur ekki orðið kápan úr því klæðinu því hér eru allir búinir að liggja í gubbupest og magapínu alla helgina. Fyrst Kolbeinn á svo Inga og svo ég sjálfur í dag. Frekar ógeðfellt...
Ekkert stuð semsagt, en við hljótum að jafna okkur fljótlega....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 23:56
Gaman gaman
Við fórum út að tjútta í gærkvöldi, ég og spússan. Fórum víða og hittum marga og skemmtum okkur konunglega. Sem betur fer var Dabbi Grensás víðs fjarri þannig að við komum með dansþreytta fætur heila heim. Höfðum meira að segja vit á því, áður en við fórum að sofa, að taka kjúkling úr frysti, til að hafa í matinn í kvöld.
Bloggar | Breytt 14.1.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 17:02
Hlekkur
Ég var að taka eftir því að Nanna Rögnvaldardóttir er með tengil á Ljósvellinga. Leyfi mér að efast um að hún lesi eða skoði, en það er vissulega sannkallaður heiður að fá hlekk þaðan.
Takk Nanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 21:25
Andlitsbók
Úr ýmsum áttum og um nokkra hríð hefur fólk verið að hvetja mig til þess að skrá mig á facebook. En ég skildi aldrei almennilega hvað málið væri eða til hvers maður ætti standa í því. En fólk er að tala um þetta í öllum hornum og dásama hversu sniðugt fyrirbæri þetta væri. Nú hef ég látið til leiðast og er sem sagt skráður. Búinn að vera skráður núna í nokkra daga. Enn skil ég ekkert út á hvað þetta gengur, mér virðist eins og þetta sé vefsvæði sem hefur það að markmiði að vera tímasóun. Ef það er markmiðið hefur þeim tekist vel upp því þrátt fyrir a skilja lítið í því hvað aðdráttaraflið sé logga ég mig inn reglulega og skoða eitthvað tilgangslaust og tímafrekt.
En nú má ég ekki vera að þessu, enda þarf að skoða facebook og hvað "vinir" mínir eru að gera...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2008 | 22:00
Mávahlíð / Bagdad
Það er ekki ósvipað að reyna að horfa/hlusta á sjónvarpið á þrettándakvöld í hlíðunum og i Bagdad.
Maður heyrir ekkert fyrir sprengjuregni. Reyndar er mannfall ekki eins mikið, en fyrir okkur í Mávahlíðinni er þetta frekar pirrandi ástand
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2008 | 23:05
Maður lifandi..!
Heilbrigðisráðherra íslands er með spangir, ætli hann sofi með beisli?
Sjá:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398158/4
Bloggar | Breytt 4.1.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)